Árni Páll Árnason stútaði nýju stjórnarskránni formlega í hádeginu. Þetta var hægfara og kvalafullur dauði og fleiri komu að ódæðinu. Lengi hefur verið ljóst, að hugur fylgdi ekki máli Samfylkingar í stjórnarskrármálinu. Og jafnvel var vafi í Vinstri grænum, mestur þó í fyrri formanni úr kjördæmi Samherja. Gömlu hrossin á Alþingi þola ekki nýja stjórnarskrá og vilja hana feiga. Vitandi vits var stjórnarskránni stefnt í tímahrak. Fyrri hluti janúar var ekki nýttur. Margir tóku þátt í ódæðinu og ekki er hægt að saka bófaflokkana eina. Formaður Samfylkingarinnar tók apann á bakið í dag.