Þriðja heims rottuhola

Fjölmiðlun

Í stórblöðunum birtast listar yfir mestu þjófa heimsins, sem eiga stórfé í skattaskjólum. 2,5 milljón skráningar listans ná yfir skattsvikara allra landa, þar á meðal Íslands. Skattaeftirlit flestra Vesturlanda hefur tekið upp þráðinn. Fjölmiðlar eða Skattrannsóknastjóri þurfa að taka upp samband við ICIJ, alþjóðasamband rannsóknablaðamanna, til að kanna okkar anga, finna nöfnin. Lítil áhugi virðist vera hér, enda fjölmiðlar í eigu skattsvikara og ríkið í eigu bófa. Og skattrannsóknastjóri virðist vera skelfingu lostinn. Ísland er og verður áfram þriðja heims rottuhola. Í boði kjósenda.