Samfylkingin sýnist mér vera dauð. Alþingiskosningarnar drápu hana. Hún er engin samfylking lengur, enginn turn í tveggja turna tali. Banalegan hófst með Blair-ismanum, sem setti nýfrjálshyggju á oddinn. Síðan kom Jóhanna og frestaði andlátinu, en hún var síðasti kratinn og er nú farin. Í staðinn er kominn bankavinurinn bezti, Árni Páll Árnason, sem er eins og klipptur út úr Sjálfstæðisflokknum. Enn eru þarna kontóristar ýmissa stofnana, sem smíðaðar voru á valdatíma flokksins. Í fremstu víglínu eru þar fáir til stórræðanna. Össur faldi sig í kosningaslagnum og hóf kosningaskrif að kosningum loknum.