Að festa rætur

Punktar

Sjálfsagt er að hafna svínakjöti í skólamat. Ekki af trúarástæðum múslima, heldur er þetta varhugaverð verksmiðjuvara. Sjálfsagt er að reisa moskur í Reykjavík, því að hér á að vera trúfrelsi. Hins vegar á ekki að leyfa notkun hátalara til að kalla múslima til bæna, ef það raskar ró fólks síðla nætur. Hér er gróið samfélag, gott eða vont eftir atvikum. Vilji fólk koma hingað út til að festa rætur, þarf það að laga sig að helztu siðum og venjum. En um leið þurfum við að laga okkur hóflega að fjölmenningu. Aðflutning fólks ber að stórauka, en þá eingöngu þeirra, sem vilja fella slæður og festa rætur.