Fyrir öld voru Tyrkland og Egyptaland, Sýrland og Grikkland deigla jaðarins milli kristni og íslams. Tvær skyldar menningar lifðu samhliða og kölluðust á. Með Mústafa Kemal tók Tyrkland forustu í að hefja evrópska siði, viskí og jakkaföt. Engin samlegð varð, spennan hélzt og Tyrkland missir af aðild að Evrópusambandinu. Samt er Evrópa sterk í hinum forna Miklagarði og í hinni gömlu Kairó. Ungt menntafólk heimtar vestrænt lýðræði á torgunum Taksim og Tahrir, en afturhaldsklerkar stjórna fylgi fjöldans í kosningum. Við höfum vasaútgáfu hér í spennu milli búsáhaldabyltingar og afturhalds-framsóknar.