Getur bara fengið kast

Punktar

Yndisleg deila er risin um stórkarlalega þýðingu Moggans á enska hugtakinu accession process sem aðlögunarferli. Orðabókarskilningurinn segir accession þýða aðild og accession process þýða aðildarferli. Mogginn er svo harður á villu sinni, að hann gagnrýnir fréttamann útvarpsins fyrir að þýða hugtakið rétt. Ritstjóra Moggans er þetta tilefni enn eins æðiskastsins í hatri hans á útvarpinu. Að undanförnu hafa margir bloggarar tjáð sig um botnlausa heift Davíðs Oddssonar. Áður lýsti hún sér í, að hann afskaffaði kontórista og heilar stofnanir, sem honum þóknaðist ekki. Nú getur hann bara fengið kast.