Ríkisstjórnin telur sig munu efna sem svarar rúmum þriðjungi af innantómu loforði Framsóknar. Sumpart á kostnað séreignasparnaðar skuldaranna sjálfra. Bara hluti, 65 milljarðar, fer eftir loforðinu. Annar hluti felst í afslætti af skatti. Gagnast hátekjufólki skár, hugnast því Sjálfstæðisflokknum betur. Reynir ætíð að haga málum þannig, að bilið milli ríkra og fátækra aukist. Sú stefna birtist í sumar og haust, þegar kvóta-, makríl- og auðgreifar fengu gjafir. Mest er þetta á kostnað ríkissjóðs. Missir skatttekjur og fjármagnar Íbúðalánasjóð. Þetta er líka á kostnað skuldara sjálfra og öldunga í lífeyrissjóðum.