Kostunaraðilar sjónhverfingarinnar miklu eru nokkrir. Fyrst ber að telja þá tekjuháu, sem eiga sjálfseignarsparnað. Þeir fá að nota hann upp í skuldir. Svo er það gamla fólkið í lífeyrissjóðunum, sem þarf að borga tjón sjóðanna. Loks er það ríkið. Þarf að standa undir tjóni Íbúðalánasjóðs, sem rambar á barmi gjaldþrots og getur ekkert endurgreitt. Ríkið þarf líka að sjá á eftir sköttum, einkum hinna tekjuháu, sem mestan fá afslátt. Samtals nemur tjón ríkisins minnst sextíu milljörðum, sem dreifast á nokkur ár. Því má búast við framhaldi á eyðingu gróinna innviða samfélagsins, svo sem Landspítalans.