Á erfitt með að skilja, hvers vegna gjaldþrota bankar eigi endilega að fara í svonefnda slitameðferð. Enn síður, að ríkið skuli koma nálægt slíku. Fikt leiðir bara til ábyrgðar og kostnaðar. Miklu betra er að láta kyrrt liggja og leyfa hræjunum að fara í gjaldþrot. Slitastjórnir undir hæl „hrægamma“ missa þá tök á dæminu. Við tekur skiptastjóri, sem gerir dæmið upp, leggur gjaldeyri inn í Seðlabankann samkvæmt lögum og fær krónur í staðinn. Þeim krónum er svo skilvíslega komið til kröfuhafa. Þeir finna síðan leiðir til að skipta krónum í alvörufé. Allt svo augljóst og einfalt og þægilegt.