Eignir þjóðarbúsins hafa vaxið ört undanfarin ár eftir svartnætti hrunsins 2008. Þegar búið er að draga frá skuldir banka í skilameðferð, skuldum við 254 milljarða umfram erlendar eignir. Staðan hefur batnað um 175 milljarða á þriðja ársfjórðungi. Með sama framhaldi verðum við komin í plús með vorinu. Skuldir gjaldþrota banka hverfa, þegar þeir verða gerðir upp, svo ekki þarf að taka þær inn í myndina. Við erum því smám saman að færast nær eðlilegum rekstri þjóðfélagsins. Sitjum þó uppi með verðlausa mynt, sem mun áfram þvælast fyrir viðskiptum. Næsta skref er að losna við krónuna, gervimyntina.