Fjárlög ársins 2014 eru Alþingi til skammar. Stjórnarandstaðan hefur fengið nokkrum brauðmolum framgengt. Einkum desemberuppbót atvinnulausra og afnámi legugjalda, svonefndra komugjalda, á spítölum. Stóru vitleysurnar halda sér. Auðlindarenta kvótagreifa var skorin niður, auðlegðarskattur afskaffaður og gistináttavaskur lækkaður. Fríðindin í þágu auðgreifa hafa dómínó-áhrif á fjárlögin og valda þar verulegum skaða á velferð almennings. Stóra línan er sú, að bilið breikkar milli ríkra og fátækra. Það er stefnubreytingin frá valdatíma fyrri ríkisstjórnar. Greifadýrkun tekur við af velferð almennings.