Vanhæfir dómnefndarmenn

Punktar

Annar hver félagsmaður Blaðamannafélagsins hverfur til annarra starfa. Þeir gerast einkum blaðurfulltrúar fyrirtækja, stofnana og samtaka til að eiga fyrir salti í grautinn. Í nýju starfi felst krafa um að blekkja blaðamenn og afvegaleiða. Ætli blaðurfulltrúar til baka, reynast þeir oft skemmd epli. Því er fráleitt, að félagið feli blaðurfulltrúum að sitja í dómnefnd um ársins beztu blaðamennsku. Sem blaðurfulltrúi ráðherra sendir Jóhannes Tómasson dómnefndarmaður út erindi um að hætt verði að svara fyrirspurnum um leka á spuna úr ráðuneyti Hönnu Birnu. Er þar með ófær um að gæðameta blaðamennsku.