Spunakerling ráðuneytis setur á blað tilbúnar ávirðingar um hælisleitanda. Upp komst um spunann. Blaðurfulltrúi ráðuneytisins segir, að fyrirspurnum um málið verði ekki svarað. Fer síðan á fund í dómnefnd verðlauna fyrir ársins beztu blaðamennsku. Ákveður þar, að fréttir af skandalnum séu ekki hæfar til verðlauna. Þannig er Ísland í dag, fúlt fiskabúr fyrir spuna og falsanir. Í öðru ráðuneyti er spunnið, að minnkun friðlands sé stækkun. Ráðherra stöðvar eldri stækkun og slakar henni svo laskaðri í gegn. Dæmigerður spuni á ferð. Ráðherrar snúast um fals og lygi. Því er gert grín að Íslandi í NY Times.