Valið er þröngt

Punktar

Í síðustu kosningum var kjósendum boðið upp á ýmsa lista með frambærilegu og heiðarlegu fólki. Kjósendur höfnuðu þessu, enda fjarska heimskir. Kusu yfir okkur siðblind fífl og fól. Sennilega réði ferðinni sá þriðjungur fólks, sem trúir, að sólin snúist um jörðina. Sá ljósi punktur var þó í kosningunum, að tveir nýir flokkar náðu inn á þing, Björt framtíð og Píratar. Í könnunum hefur komið í ljós, að þessir tveir flokkar halda áfram að eflast. Ég tel næsta vonlaust, að önnur framboð gegn fjórflokknum eigi séns. Brýnt er því að styðja þá tvo flokka og taka þátt í að reyna að ýta þeim til góðra verka.