Landslög segja: „Almenningi er heimil för um landið og dvöl þar í lögmætum tilgangi.“ Umferðarréttur fólks hefur frá alda öðli verið hornsteinn í lögum landsins. Nú hefa nokkrir aðilar reynt að hindra réttinn. Hafa sett upp hlið og tollheimtumenn. Það er ólöglegt, hvað sem sýslumaður á Selfossi trúir, hann hefur ætíð verið ómarktækur. Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra á að vernda fólk gegn ofríki, en gerir ekki. Klúðrar málinu með andvana fæddum náttúrupassa, sem á að taka gildi síðar og allir eru á móti. Staðreyndin er einfaldlega, að hún hefur hvorki dug né vit til að gegna embætti ráðherra.