Arabíska vorið reyndist vera haust. Ríkisstjórn Mubarak í Egyptalandi var gjörspillt, en ríkisstjórn á vegum Sisi er hálfu verri. Herforingjar rupla ríkissjóð, efnahagur landsins er í rúst, hálf þjóðin í verkfalli og þúsundir sæta pyndingum. Sýrland er varla nokkuð nema samfelld rúst. Assad forseti verður þar síðasti borgarinn, aleinn eftir í eigin rústum. Líbýa er meiri spurning, en ljóst er þó, að vorið þar reyndist ekki sú breyting, sem búist var við. Geðbilaðir vildarfurstar Ólafs Ragnars sitja á gulli við Persaflóa og senda olíufé til sérhvers, sem vill stunda hryðjuverk á villutrúarfólki.