Smám saman færist líf þjóðarinnar í eðlilega hrunversku. Við sjáum dæmin um, að hrunverjar séu komnir upp úr hellunum. Eru kosnir til trúnaðarstarfa. Til dæmis sem formaður Samtaka ferðaþjónustu. Af honum geta menn lært trikkin um afskriftir skulda. Eru líka í viðhafnarviðtölum fjölmiðla. Til dæmis kvartar einn hrunkónganna sáran yfir félagslegri einangrun sinni í kjölfar hrunsins. Þegar sex ár verða liðin frá hruni, hefur enginn hrunverji enn setið inni, bara einn kontóristi ríkisins. Þjóðin mun enn á ný endurheimta ást sína á græðgi og löngun sína til að fá allt fyrir ekkert. Hrun er íslenzkt ástand.