Eru þegar farnir

Punktar

Sérstakt framboð frjálslyndra og evrópusinnaðra sjálfstæðismanna mun hafa takmörkuð áhrif. Einkum er það tilraun til að knýja flokkinn á hefðbundnar leiðir, losa hann úr teboðinu. Út á við eru áhrifin tvíeggjaðri. Fylgi nýja flokksins er að þremur fjórðu frá öðrum flokkum. Kannanir segja, að nýi flokkurinn fái 20% fylgi, þar af bara 5% frá Sjálfstæðisflokknum. Sá gæti þá sigið í 18%. Frjálslyndir og evrópusinnaðir hafa nefnilega þegar yfirgefið flokkinn. Nýr flokkur hindrar þá í að fara á Bjarta framtíð eða Samfylkingu. Opnar leið fyrir fólk til baka, ef gamli flokkurinn losnar úr álögum.