Borgarstjórnin hefur ekki birt nýtt aðalskipulag Reykjavíkur, enda telur hún það koma borgarbúum lítið við. Ívar Pálsson hefur bætt úr skák og birtir það í köflum á HEIMASÍÐU sinni. Þar sést greinilega, að ekki er bara ætlunin að rífa bílskúra og byggja nokkurra hæða hús í staðinn. Einnig er ætlunin að þrengja ýmsar helztu umferðargötur borgarinnar. Til dæmis Hringbraut vestast, alla Suðurgötu og miðbik Miklubrautar. Meiningin er að gera umferð bíla hæga og erfiða. Svo að fólk gefist upp á einkabílnum og fari í strætó eða helzt á reiðhjól. Held, að fáir borgarar geri sér grein fyrir þessari ofbeldishyggju.