Spuni innanríkisráðuneytisins um hælisleitanda var saminn af lögfræðingi í ráðuneytinu fyrir skrifstofustjórann til notkunar handa ráðherra og tveimur aðstoðarmönnum hennar. Það er upplýst í lögreglurannsókn. Greinilega er Hanna Birna Kristjánsdóttir ráðherra og ber því ábyrgð á spunanum, þótt hún þykist enga ábyrgð bera. Spuninn hafði þann eina tilgang að sverta hælisleitanda og fegra gerðir ráðherra og útlendingastofnunar. Á Norðurlöndunum væri ráðherra búinn að segja af sér, en hér gilda ekki siðalögmál, bara villta vestrið. Hún laug beinlínis að alþingi 27. janúar, að skjalið væri ekki til í ráðuneytinu.