Skil Ingva Hrafn vel

Fjölmiðlun

Ég skil Ingva Hrafn vel. Sárt er fyrir fréttamenn að láta ljúga að sér. Enn verra er að hafa beðist afsökunar á því, sem er satt. Ég hef líka lent í því og gleymi aldrei. Ráðherra fullyrðir eitthvað og þú hefur ekki innsýn til að vefengja. Sannleikurinn kom svo í ljós og siðblindur ráðherrann vissi hann allan tímann. Það særir fagstoltið að lúta fyrir siðblindingja. Ingvi Hrafn lenti þannig í Hönnu Birnu. Hún náði undirtökunum, hundskammaði hann fyrir þvætting og hann baðst aumur afsökunar. Þegar hann síðar komst að hinu sanna, brjálaðist hann. Skil hann vel og hvet menn til að vantreysta siðblindingjum.
(Hrafnaþing; byrjar á 7:20, hámark upp úr 14:30)