Nýjasti Íslandsvinurinn er Silicor, til skamms tíma illræmdur í Kanada undir heitinu Calisolar. Heimasíða Columbus Dispatch geymir ljótar sögur af þessu fyrirtæki, sem framleiðir sílikon tetraklóríð og veldur stórfelldri mengun með klórgasi. Mistókst að koma sér upp verksmiðjum í Ohio og Missisippi, var næstum komið af stað í Kaliforníu. Þar kom í ljós, að Silicor gat ekki sníkt 150.000 dollara í startfé. Auralausa sóðafyrirtækið sneri sér þá að Íslandi, dáleiddi stjórnendur Faxaflóahafna. Klapplið stóriðju er komið í hefðbundinn gír. Þar klunnast fremst klappstýran glaðbeitta, Ragnheiður Elín Árnadóttir.