Sú skoðun mín, að blaðamennsku hafi farið að hraka hratt um aldamótin, styðst við brezkar og bandarískar rannsóknir. Nick Davies segir frá sumum í bókinni Flat Earth News. Þær sýndu stórauknar afkastakröfur. Blaðamaður skrifar nú 50 fréttir á viku og talar í því skyni við 25, þar af 4 augliti til auglitis og er alls 3 tíma utan skrifstofunnar. Auðvitað engin blaðamennska, heldur klipp & lím & krani. Ég sá þetta um aldamótin, er glærufræðingar komust til valda á miðlunum með markaðsmenn, ímyndartengla og viðburðafræðinga. Á háum launum, gleyptu störf blaðamanna og kunnu ekkert. Jafnframt þráðu blaðaeigendur fé í ævintýri sín, juku arðsemiskröfur. Ég segi frá því rugli í starfssögu minni.