Varanlegt stjórnarmynztur

Punktar

Mér sýnist ógnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vera búin að ná fylgisbotni. Sá fyrri fer ekki niður fyrir 24% og sá síðari ekki niður fyrir 12%. Alveg sama hvernig hún hamast, Íslendingar eru bara ekki greindari en þetta. Frá fyrsta degi hafa allar gerðir hennar bætt hag ríkra, aðallega með skattalækkunum. Og spillt hag almennings, einkum með niðurskurði velferðar og heilsuþjónustu. Búin að sturta svo miklu fé í greifana, að Landspítalinn er á kúpunni. Fái hún þetta 36% fylgi sitt í næstu kosningum, kemur Björt framtíð til hjálpar og halar fylgið alls upp í 55% og ógnarstjórnin er orðin varanleg á ábyrgð kjósenda.