Sigmundur Davíð virðist verklítill, eins og flestir ráðherrarnir. Almenningi er hann horfinn vikum saman. Er oft á flótta í útlöndum, þar sem ekki næst í hann. Samt vill hann halda tökum á kerfinu. Bannar til dæmis Bjarna Benediktssyni að halda ríkisstjórnarfundi í fjarveru sinni. Eitt Íslandsmeta hans er að hafa sex aðstoðarmenn í ráðuneytinu. Ekki virðast þeir koma þar miklu í verk, en gera þó það, sem gert er. Staðfestir fyrra grun minn um, að hann sé aðeins ofdekraður silfurskeiðungur, sem kann ekki að vinna. Getur bunað út úr sér ógrynni orða, sem virðast í samhengi, en hafa enga merkingu. Lifir svo í draumaheimi loforða.