Um allan heim sjáum við sömu harmsöguna. Auðfólk verður enn auðugra og fátækir verða enn fátækari. Við siglum inn í byltingu, þar sem allir tapa. Brauðmolar sáldrast ekki af borðum auðfólks, heldur hverfa í skattaskjól. Þessari þróun verður að snúa við og það strax. Við þurfum að losna strax við þessa hræðilegu ríkisstjórn. Hún hefur frá fyrsta degi eindregið aukið stéttaskiptingu. Einnig eru verkalýðsfélögin ónýt og Alþýðusambandið er hreinlega útibú greifanna. Við þurfum að koma á fót réttri auðlindarentu og eðlilegum auðlegðarskatti. Endar annars með, að fjöldi fólks fer á vergang. Þá loksins verður langþráð bylting.