Svona gerir maður ekki

Punktar

Um náttúrupassann gildir spakmæli Davíðs Oddssonar: Svona gerir maður ekki. Það fer þvert ofan í kjósendur, að þeir eigi að borga sérstakan passa til að skoða landið. Það eitt gerir hann að einstæðri heimsku ráðherrans. Fólk hafnar honum þó ekki af nízku. Almennt vilja menn hækkun gistináttagjalds, sem kostar ekkert nýtt vesen. Margt annað fáránlegt er við þennan passa. Ragnheiður Elín hlustar alls ekki, ekki á hagsmunaaðila og ekki á almenning. Hirðir ekki um landslög, sem forskrifa frjálst aðgengi fólks. Einnig kostar passinn stórfé í eftirliti, sem ekki þarf, þegar gjaldinu er bætt ofan á gistináttagjald. Einstæð fávísi.