Enn er forsætis á flótta frá veruleikanum. Mætir nánast aldrei til alþingis, jafnvel ekki þegar aðalmál ríkisstjórnarinnar er rætt. Getur ekki heldur skýrt skulda-niðurfellinguna og svarar engum spurningum þingmanna um hana. Þannig er öll hans pólitík. Hann er meira eða minna í felum, en skýst fram endrum og eins til að boða stærri heimsmet en nokkru sinni fyrr. Þá sjaldan sem hann sést, hreytir hann ókvæðisorðum í þingmenn og hefur sig jafnóðum á burt. Hegðun hans er einsdæmi í sögu íslenzkra forsætisráðherra. Hann mun áfram lifa í Undralandi sínu unz fávísir kjósendur sjá gegnum hans og segja honum, að nú sé komið nóg.