Nú eru góð ráð dýr. Eftirlitsstofnun EFTA grunar, að stjórnvöld séu að láta skattgreiðendur niðurgreiða orku til kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík. Slíkt stríðir gegn reglum fríverzlunarsvæðisins gegn óhóflegum fyrirgreiðslum. Eftirlitsstofnunin efar, að orkuverðið dekki kostnað við Þeistareykjavirkjun. Þar veldur miklu fimm milljarða fyrirgreiðsla skattgreiðenda við tengivirki og orkuflutning. Þessi afstaða sýnir, að enn er í fullu gildi sú séríslenzka stefna, að stóriðja skuli fá niðurgreidda orku. Þannig leggi hún ekki neitt af mörkum í eðlilega auðlindarentu. Enn er þjóðin látin gefa auðlindir sínar.