Tröllatrú á banksterum

Punktar

Nýjasta hringferðin á gömlum kenningum Víglundar Þorsteinssonar sýnir ekki fram á nein lögbrot stjórnvalda. Hins vegar voru siðferðileg mistök að gefa bönkum sjálfdæmi um meðferð skuldunauta. Enda kom í ljós, að bankarnir töpuðu öllum dómsmálum, sem skuldunautar sóttu gegn þeim. Þannig náðu lög og réttur fram að ganga með eftirgangsmunum. Ríkisstjórn Jóhönnu átti að skipta út banksterum og fá siðað fólk til að stjórna bönkunum. Einhverra hluta vegna hafa pólitíkusar tröllatrú á rekstrargetu siðblindingja. Sama er að segja um verkalýðsrekendur, sem ráða bófa í lífeyrissjóðina. Það er út af fyrir sig kjörið rannsóknarefni.