Pirraður á siðareglum

Punktar

Auðvitað leggur forsætisráðherra fram lagafrumvarp um afnám siðferðisnefndar og afnám siðareglna í kerfinu. Það gengur auðvitað ekki, að siðblint forsætisbarn þurfi að þola siðferðisnefnd og siðareglur. Mun eðlilegra er, að siðblindingi ákveði sjálfur, hvaða siðir séu í lagi og hvaða ekki. Þá verður enginn núningur í kerfinu og barnið getur vaðið fram að vild. Nýju lögin þurfa einnig að gefa siðblindum forsætis tilfinningalegt svigrúm til að hefta ósanngjarna gagnrýni hataðra rannsóknarblaðamanna. Þeir eiga auðvitað að vera í fangelsi, svo að friður bresti loksins á í kristilegu samfélagi heimskra og meðvirkra kjósenda.