Frönsk og þýzk ábyrgð

Punktar

Frönsk og þýzk stjórnvöld hvöttu lengi grísk stjórnvöld til að kaupa sem mest af frönskum og þýzkum hergögnum. Grikkir samþykktu þetta eins og aðrar þriðja heims þjóðir til að fá sem mest lánsfé inn í landið. Þýzkir og einkum franskir bankar lánuðu Grikklandi yfirgengilegar summur í skjóli stjórnmálanna. Svo kom í ljós, að Grikkir geta ekki borgað. Og nú síðast, að þeir ætla bara alls ekki að borga. Skiljanlegt er, að grískur almenningur tregðist við að borga sukk og svínarí stjórnvalda, sem framið var að frönsku og þýzku undirlagi. Ráðamenn Frakklands og Þýzkalands neita að fatta samábyrgð sína á stöðunni í Grikklandi.