Frá Gröf í Bitrufirði um Bitruháls að Stóra-Fjarðarhorni í Kollafirði.
Dæmigerð Vestfjarðaleið, stutt leið yfir fjall milli tveggja fjarða.
Byrjum á þjóðvegi 641 við Gröf í Bitrufirði norðanverðum. Þaðan förum við nokkuð bratt norður hlíðina vestan Grafargils upp á Bitruháls. Upp hlíðina eru sneiðingarnir dálítið frábrugðnir þeim, sem sýndir eru á herforingjaráðskortum. Um hálsinn förum við gömlu hestagötuna sunnan og vestan við toppinn á Stórubungu í tæplega 400 metra hæð. Síðan norður með bungunni og til norðurs á ská niður hlíðina að Stóra-Fjarðarhorni í Kollafirði við þjóðveg 61 um Strandir.
9,7 km
Vestfirðir
Nálægir ferlar: Krossárdalur.
Nálægar leiðir: Hamarssneiðin, Steinadalsheiði, Spákonufell.
Skrásetjari: Glaður, hestamannafélag
Heimild: Glaður, hestamannafélag