Frá Reykjum í Fnjóskadal um Bleiksmýrardal að fjallaskálanum í Ytri-Mosum norðan Kiðagils.
Um Bleikmýrardal reið Þórður kakali, þegar hann kom út í Gása í Eyjafirði og flúði suður Sprengisand undan sendimönnum Kolbeins unga. Bleiksmýrardalur er oft talinn vera lengsti dalur á Íslandi. Hann er einn af þrem dölum sem ganga suður og upp úr Fnjóskadal. Bleikur sá sem dalurinn er kenndur við var hestur sem tók þátt í síðasta hestaati, sem sögur fara af á Íslandi. Í Bleiksmýrardal voru fyrrum margir bæir, svo sem Bleiksmýri, en nú eru þeir allir í eyði.
Förum frá Reykjum í Fnjóskadal suður Bleiksmýrardal. að Skarðsá. Áfram suður Bleiksmýrardal um fjallaskálann Bleik og síðan lengst suður dal. Förum svo suðaustur á hrygg austan dalsins og áfram suðaustur hálendið. Förum norðan við Sandfell um Sandfellsdal að fjallaskálanum í Ytri-Mosum.
60,3 km
Þingeyjarsýslur
Skálar:
Bleikur: N65 24.320 W17 46.405.
Ytri-Mosar: N65 11.634 W17 29.492.
Nálægir ferlar: Bíldsárskarð, Fnjóskadalur, Hellugnúpsskarð, Fjórðungsalda.
Nálægar leiðir: Gásasandur, Hellugnúpur, Gönguskarð vestra, Kiðagil, Íshólsvatn.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson