Bæjarnes

Frá botni Kollafjarðar kringum Bæjarnes og inn í botn Kvígindisfjarðar.

Undirlendi er lítið á löngu Bæjarnesi, nema helzt yzt á nesinu, þar sem eru hólmar og eyjar. Birkikjarr er víða í hlíðunum.

Byrjum á Kollafjarðarströnd að austanverðu undir Múlatöflu. Förum norðvestan yfir Kollafjörð að Kletti vestan fjarðar. Síðan suður Bæjarnes með ströndinni, vestur fyrir nesið og norður strönd Kvígindisfjarðar vestan Bæjarness. Að Kvígindisfirði í fjarðarbotni.

27,5 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Svínanes, Kollafjarðarheiði, Skálmardalsheiði, Kálfadalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort