Frá Skálholti um Böðmóðsstaðavað á Brúará yfir að Böðmóðsstöðum í Laugrdal.
Fjölfarnasta vaðið á Brúará að fornu, en jafnframt töluverður krókur, ef menn voru á ferð um Þingvöll. Eskidalsvað hjá Skálholti var dýpra vað, svo að hross fóru stundum á sund. Við Kjóastaði var svo ferja. Nú á tímum er brú hjá Kjóastöðum og vöðin ekki farin, svo ég viti.
Í Sturlungu segir frá því, að Órækja Snorrason fór frá Þingvöllum með 500 manna liði til að hefna vígs Gissurar Þorvaldssonar á Snorra Sturlusyni, föður Órækju. Þegar þeir komu gegnt Reyðarmúla, tók að rökkva. Sneri Órækja leið sinni til Laugardals. Beið þar nóttina og reið daginn eftir yfir Brúará á Böðmóðsstaðavaði. Njósnamaður Gissurar fór hins vegar beinu leiðina og synti yfir Brúará á Eskidalsvaði hjá Skálholti.
Förum frá Skálholti norðnorðaustur um Skálholtsása í Hrosshaga. Beygjum þar norður yfir þjóðveg 35 á Torfastaðaheiði. Síðan áfram norðnorðvestur að Brúará við Böðmóðsstaði. Síðan áfram norðvestur heimreiðina að þjóðvegi 37 um Laugardal. Þessi leið hefur sagnfræðilegt gildi, en er ekki lengur notuð. Miklaholtsnesvað og Reykjavað eru á svipuðum slóðum.
11,9 km
Árnessýsla
Ekki fyrir göngufólk
Nálægar leiðir: Biskupavegur, Eskidalsvað.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Leiðir Skálholtsbiskupa