Frá Þórormstungu í Vatnsdal um Dalsbungu að Friðmundarvötnum á Auðkúluheiði.
Þórormstunga er kunnur staður. Þar bjó á landnámsöld Þórormur, fóstri Þorkels kröflu. Um miðja 19. öld bjó þar Jón Bjarnason hinn stjörnufróði, sem fylgdist með gangi himintungla og samdi dagatöl.
Förum frá Þórormstungu til suðausturs sunnarlega upp dalinn og á Dalsbungu og Úlfkelshæð í 460 metra hæð. Síðan austur að fjallaskálanum Höfðaveri sunnan undir Friðmundarhöfða við vestra Friðmundarvatn.
15,8 km
Húnavatnssýslur
Skálar:
Höfðaver: N65 17.490 W19 53.208.
Jeppafært
Nálægar leiðir: Öldumóða, Áfangi, Úlfkelshöfði, Þverflár, Forsæludalur, Grímstunguheiði.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort