Frá Tungu í Hörðudal um Eyðisdal til Hundadals í Miðdölum.
Vífilsdalur heitir eftir þræl Auðar djúpúðgu, sem hún gaf frelsi. Hann var afi Guðríðar Þorbjarnardóttur, sem á miðöldum var víðförlasta kona veraldar. Í Hundadal bjó Hrafn Oddsson, sem hleypti upp á fjall undan Þorgils skarða.
Förum frá Tungu suðsuðaustur Hörðudal og Vífilsdal. Síðan vestur á fjallið og beygjum þar uppi þvert til norðurs og síðan norðnorðaustur og niður í Hundadal. Við förum norður dalinn og yfir veg 60 að bænum Hundadal.
13,1 km
Snæfellsnes-Dalir
Nálægir ferlar: Sópandaskarð, Sanddalur.
Nálægar leiðir: Hallaragata.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort