Finnstaðadalur

Frá Hlíð í Köldukinn um Finnstaðadal til Flateyjardalsheiðar.

Hrjóstrugur dalur, sem liggur töluvert hærra en Gönguskarð, sem er næst fyrir norðan. Dalurinn er þó víða gróinn upp í hlíðar.

Förum frá Hlíð beint vestur og upp Kinnarfjall meðfram Gljúfurá upp á Þröskuld. Síðan beint vestur inn í Finnstaðadal í 580 metra hæð og norðvestur eftir honum út í Hólsdal, sem við förum norður í Gönguskarð. Þar komum við á dráttarvélaslóð, sem liggur niður að Þverárrétt í Dalsmynni.

15,3 km
Þingeyjarsýslur

Nálægir ferlar: Gönguskarð, Skuggabjörg.
Nálægar leiðir: Draflastaðafjall, Uxaskarð, Flateyjardalsheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins