Vilja byltingu

Punktar

Fimmti hver Þjóðverji telur byltingu nauðsynlega til að bæta lífskjörin. Meira en helmingur þjóðarinnar telur lýðræði marklaust, þar sem auðurinn hafi meiri áhrif en atkvæðin. Það kemur fram í víðtækri KÖNNUN Freie Universität í Berlín. Þessi uppgjöf á svokölluðu lýðræði er annars eðlis en róttækni á hægri kanti stjórnmálanna, svo sem hjá nýnazistum, Pegida og Alternative für Deutschland. Könnunin sýnir, að undir niðri er sterkur straumur vinstri róttækni gegn hægri róttækni, sem hefur verið meira í sviðsljósinu. Sláandi er, að þriðji hver Þjóðverji telur, að kapítalismi leiði óhjákvæmilega til fátæktar og hungurs.