Fimmti hver Þjóðverji telur byltingu nauðsynlega til að bæta lífskjörin. Meira en helmingur þjóðarinnar telur lýðræði marklaust, þar sem auðurinn hafi meiri áhrif en atkvæðin. Það kemur fram í víðtækri KÖNNUN Freie Universität í Berlín. Þessi uppgjöf á svokölluðu lýðræði er annars eðlis en róttækni á hægri kanti stjórnmálanna, svo sem hjá nýnazistum, Pegida og Alternative für Deutschland. Könnunin sýnir, að undir niðri er sterkur straumur vinstri róttækni gegn hægri róttækni, sem hefur verið meira í sviðsljósinu. Sláandi er, að þriðji hver Þjóðverji telur, að kapítalismi leiði óhjákvæmilega til fátæktar og hungurs.