Frá Hrafnabjörgum í Þingvallasveit um Flosaskarð til Beitivalla.
Sjaldfarin leið.
Nafn skarðsins er sagt stafa af heimferð Flosa frá Alþingi, þar sem dæmt var í málum Njáls-Brennu, þótt ekki sé það skráð í sögunni. Hann er sagður hafa farið þessa leið af ótta við fyrirsát á aðalleiðinni við Stóra-Dímon.
Förum frá eyðibýlinu Hrafnabjörgum suður með Hrafnabjörgum og suður um Eldborgir. Þar liggja Hrútadalir norðnorðaustur milli Kálfstinda í Flosaskarð. Síðan suðaustur úr skarðinu niður á Laugarvatnsvelli og áfram suður yfir þjóðveg 365 að Beitivöllum.
13,1 km
Árnessýsla
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Munnmæli