Fossakvísl

Frá Bugaskála við Aðalmannsvatn á Eyvindarstaðaheiði suður á Eyfirðingaveg norðvestan við Sátu við Hofsjökul.

Jeppafær slóð um eyðilegt land, hraun og sanda og urðarhryggi, síðari hlutinn í yfir 700 metra hæð.

Förum frá Bugaskála í 570 metra hæð til suðurs austan Hanzkafella, suður um Brunabrekkur og vestan við Bugahæð að Ytra-Skiptafelli austanverðu. Fjórum kílómetrum sunnan fellsins skiptist leiðin. Hraungarðsleið liggur áfram beint suður, en við beygjum eftir slóð til austurs. Eftir fimm kílómetra sveigir sú leið til suðurs. Við förum austan við Bláfell og komum á Eyfirðingaveg í 800 metra hæð norðaustan við Sátu norðvestan Hofsjökuls.

37,6 km
Húnavatnssýslur

Skálar:
Bugaskáli: N65 13.183 W19 25.981.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Mælifellsdalur.
Nálægar leiðir: Gilhagadalur, Hraungarður, Ingólfsskáli, Skiptamelur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort