Frá Rauðuskriðu í Aðaldal með Skjálfandafljóti að Fosshóli í Bárðardal.
Gatan getur verið tæp við Skjálfandafljót vegna ágangs fljótsins.
Byrjum á þjóðvegi 85 við brúna á Skjálfandafljóti hjá Rauðuskriðu. Förum þjóðveg suður með Skjálfandafljóti að austanverðu að Vaði og síðan reiðslóð suður með fljótinu um Glaumbæjarsel og Fljótsbakka að Ingjaldsstöðum. Þaðan suður að Fosshóli í Bárðardal.
17,8 km
Þingeyjarsýslur
Ekki fyrir hesta
Nálægir ferlar: Gullvegurinn, Hvammsheiði.
Nálægar leiðir: Kinnarfell, Fossel, Fljótsheiði, Hafralækjarskarð, Sandsbæir.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort