Geirþjófsfjörður

Frá Ósi í Mosdal í Arnarfirði um Geirþjófsfjörð í botn Trostansfjarðar.

Geirþjófsfjörður er sögusvið Gísla sögu Súrssonar. Um það segir í Wikipedia: “Meðal annars má sjá rústir nálægt bæjaránni sem sagðar eru vera af bæ Auðar, konu Gísla. Einnig hafa fundist tóftir sunnan við ánna sem taldar eru hafi verið fylgsni Gísla. Samkvæmt sögunni var Gísli veiginn á klettinum Einhamri þar sem hann varist liðsmönnum Eyjólfs gráa. Í samband við Alþingishátíðina 1930 var höggvin í Einhamar minning um Gísla Súrsson og Auði Vésteinsdóttur.”

Förum frá Ósi vestur með ströndinni um Lauganes og Brimnes. Síðan vestur á Langanes og suðaustur og inn Geirþjófsfjörð. Vestur og út með firðinum að sunnanverðu, fyrir Norðfjall og suðsuðaustur í Norðdal í Trostansfirði. Þaðan að þjóðvegi 63 í Sunndal í Trostansfirði.

37,6 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Kirkjubólsheiði, Hokinsdalur, Dynjandisheiði Tóbakslaut, Lækjarheiði, Breiðaskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort