Smám saman er að koma í ljós, að umbar kvótagreifa treystast ekki á fundi nema geta grisjað fundarmenn. Vilja til dæmis ekki Ólaf Jónsson, betur þekktan sem Óla ufsa. Og ekki heldur Kristinn H. Gunnarsson, fyrrum þingmann. Næst vantar, að Karen Kjartansdóttir gefi út bannlista, svo hægt sé að halda grátfundi um kvóta. Og kannski annan lista um æskilega fundarmenn. Á honum væru þessi nöfn: Björt Ólafsdóttir, Björt Ólafsdóttir, Björt Ólafsdóttir. Sá þingmaður Bjartrar framtíðar flutti á þingi kvótagreifa það fáránlegasta skjall, sem ég hef lesið. Fjallaði meðal annars um „þorskígildi og allar þessar vitleysur út um allt“.