Grárófuheiði

Frá Bolungarvík að Selárdal í Súgandafirði.

Nafnið stafar af þokuslæðingi, sem tíðum var á heiðinni.

Förum frá Bolungarvík suðvestur Tungudal, upp Fögruhlíð, á Grárófuheiði í 620 metra hæð. Síðan niður Kræfuhjalla, í Selárdal og niður hann að norðurströnd Súgandafjarðar.

10,8 km
Vestfirðir

Erfitt fyrir hesta

Nálægar leiðir: Súgandi, Gilsbrekkuheiði, Heiðarskarð, Geirsteinshvilft, Skálavíkurheiði, Hraunsdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort