Grjótnes

Frá Leirhöfn á Melrakkasléttu um Grjótnes að Sigurðarstöðum á Melrakkasléttu.

Á Grjótnesi býr bóndakona, sem ekki er vel við, að riðið sé um Grjótnes. Hér er lýst leið við túngarðinn í Grjótnesi, en einnig er hægt að fara sunnar milli leiðanna til Grjótness og Núpskötlu.

Á Grjótnesi er voldugt tvíbýlishús úr rekavið.

Byrjum hjá vegi 85 við Leirhöfn á Melrakkasléttu, Förum norður eftir heimreið með ströndinni að Grjótnesi. Síðan til austurs sunnan við Kötluvatn að heimreið til norðurs að Núpskötlu. Meðfram túngirðingu í Núpskötlu austur um Oddsstaði og síðan norðan Suðurvatns og um Oddsstaðaholt, að Sigurðarstöðum á vegi 85 við Blikalón á Melrakkasléttu.

6,2 km
Þingeyjarsýslur

Nálægir ferlar: Oddsstaðir, Blikalónsdalur.
Nálægar leiðir: Vellankatla, Raufarhafnarvegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson