Gullfoss

Frá Jaðri og Tungufelli að Gullfossi að austanverðu og til baka aftur.

Hestamenn og göngufólk eiga kost á óvenjulegu sjónarhorni á Gullfoss með því að fara upp Hreppa með Hvítá austanverðri.

Förum frá Jaðri norður með Tungufelli vestanverðu, austan við eyðibýlið Stekkjartún og síðan um Flataskóg og Kálfhaga og loks um Gullfossgrjót að Gullfossi að austanverðu. Til baka má fara austur um eyðibýlið Hamarsholt að fjallveginum upp Tungufellsdal og fara þann veg til baka að Tungufelli og Jaðri. Einnig má fara jeppaslóð norðan við Tungufell að fjallveginum.

4,4 km
Árnessýsla

Nálægir ferlar: Hrunamannaafréttur, Fagridalur.
Nálægar leiðir: Hrunamannahreppur, Tungufellsdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort