Frá Laxárdal að Hamarsheiði í Gnúpverjahreppi.
Þetta er gamla þjóðleiðin upp Gnúpverjahrepp yfir í Hrunamannahrepp. Auðveld leið um heiðar í Hreppum.
Förum frá Skáldabúðum fyrst með þjóðvegi 329 suður fyrir tún. Þaðan suðsuðaustur um heiðina, vestan við Vörðuása. um Stóra-Skyggni, yfir Tungá, síðan suður Hamarsheiði austan við Mástungnafjall að bænum Hamarsheiði.
6,1 km
Árnessýsla
Nálægir ferlar: Kaldbaksvað, Laxárdalsvað.
Nálægar leiðir: Fossnes, Ásólfsstaðir, Þjórsárholt, Skáldabúðir, Illaver.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort