Frá Þeistareykjum að Geitafelli.
Þetta er stytzta leiðin til byggða. Hún er greiðfær, þótt hún liggi um úfið hraun undir Hamrahlíð. Sléttað hefur verið undir landgræðslugirðingu, svo að vel er reiðfært meðfram girðingunni. Hraunið er farið að gróa handan girðingarinnar og sást þar fleira sauðfé innan friðunar en utan hennar. Þegar við komum að Þverárgili opnast útsýni yfir lágsveitir Suður-Þingeyjarsýslu til Kinnarfjalla. Á þessari leið eiga engir jeppar að geta verið á ferð.
Förum frá Þeistareykjum í 360 metra hæð og fylgjum fyrst slóð með Bæjarfjalli til suðvesturs. Eftir nokkur hundruð metra sveigjum við til norðvesturs meðfram landgræðslugirðingu í átt að Mælifelli. Förum fyrir norðurhorn girðingarinnar og fylgjum henni áfram til suðurs um Gæzku að Hamrahlíð. Síðan förum við um Grjót ofan Hamraskarðs í 420 metra hæð og áfram suður og sveigjum síðan til suðvesturs undir Gustahnjúk. Þar förum við einn kílómetra til suðurs og síðan þvert til vesturs sunnan við Þverárgil. Komum þar á þjóðveg 87 um Hólasand. Förum áfram með þeim vegi í norður að Geitafelli í Reykjahverfi í 180 metra hæð.
23,4 km
Þingeyjarsýslur
Skálar:
Þeistareykir : N65 52.565 W16 57.340.
Geitafell : N65 47.938 W17 14.659.
Nálægir ferlar: Þeistareykjabunga, Þeistareykir, Nafarvað.
Nálægar leiðir: Sandabrot, Randir.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson